Sindri Eldon

Hey you've got a great blog here, the best I've seen so far, keep up the good job! A few days ago I was surfing the web and came across this cool site on Online loans. It features all sorts of interesting information on Online loans and makes it super easy to apply online. Now I know that people want fast services I recommend they visit Online loans for quick and hassle-free service. - Bloggrez um þessa síðu.

mánudagur, apríl 23, 2007

"Ég hef nú alveg heyrt þig vera mjög dónalegan."

...segir maður dónalegur eða dónalegan? Þetta sagði félagi minn um mig þegar hann var að reyna að sannfæra mig um að sækja um vinnu sem dyravörður á Kaffibarnum, og jafnvel þótt honum hafi ekki tekist markmið sitt, tók ég þessu sem hrósi. Það er alltaf gaman og gott að geta hreytt ekta og almennilegum dónaskap framan í fólk, og ég álít það vera listform sem of fáir á þessu landi kunna að meta. Hér eru allir svo rosalega uppteknir að móðga engan (sem er kannski skiljanlegt, miðað við hversu harkaleg viðbrögð fólks hérna eru við vel meintu gríni og hlutlausri gagnrýni), og allt baktal um leiðinlegt fólk virðist alltaf enda á "já, en hann meinar vel." Mér finnst líka mjög leiðinlegt þegar að dónaskapurinn minn misskilst og fólk heldur því fram að ég sé ekki að vera dónalegur, en sé að vera með eitthvað sem heita stjörnustæla.

Ég var að ganga niður Laugaveginn um daginn (þótt ótrúlegt sé, spyr fólk mig ennþá af hverju ég forðast þennan krabbameinssýkta myglublett á andliti Reykjavíkur), og mætti á leið minni tvemur gubbkuntum. Gubbkunturnar voru greinilega mjög fullar, og spurðu mig að sjálfsögðu hvort ég "værekkörglega sonubjarkar." Ég sagði þeim, mjög dónalega að sjálfsögðu, að mig skorti allan vilja til að tala við þær, og hélt áfram að ganga. Þær fóru svo að tala við hvor aðra um hvað ég væri með "ógslea mikla stjöddnustæla."

Ég skil ekki alveg hvernig samskipti mín við þessar gubbkuntur fóru illa. Þarna var ég, ekki stjarna og ekki með stæla, bara verandi dónalegur á mjög eðlilegan og skiljanlegan hátt, og einhvern veginn tókst gubbkuntunum að misskilja þetta sem "stjörnustæla." Athyglisvert.

Það virðist vera allsráðandi í kvennatísku nútímans að vera gubbkunta, því á ÆÐISLEGA OG FRÁBÆRA VEITINGAHÚSINU HRESSINGARSKÁLANUM í kvöld heyrði ég í þremur gubbkuntum tala um að einhver önnur gubbkunta hafi spurt móður mína um eiginhandaráritun, og að móðir mín hafi, ótrúlega dónalega, þóst ekki heyra í gubbkuntunni, og haldið áfram sínum erindagjörðum. Gubbkuntunum á Hressó fannst þetta "geðeikislea miklir stjöddnustælar!"

Þegar Gunnar drekkur allt kaffið hans Jónasar án þess að spyrja, er Gunnar þá að vera með stjörnustæla? Þegar Ólafur svarar einfaldri fyrirspurn frá Hrönn með því að hrækja framan í hana, er hann þá að vera með stjörnustæla? Nei. Þetta heitir dónaskapur, en alltaf þegar ég geri eða segi eitthvað dónalegt, virðist vera að fólk haldi að ég sé að vera með stjörnustæla.

Ég veit ekki hvað það var sem ég gerði til að framselja rétt minn til að vera dónalegur, en ég vill endurheimta hann. Ég vil að þegar ég sé dónalegur við einhvern, að hann viti að það sé vegna þess að mér finnst hann vera fífl, ekki vegna þess að ég hafi áhuga á að vera með einhverja stjörnustæla, hvað sem þeir eiginlega eru.